Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool lánar Ramsay í skoska boltann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ákveðið að senda hægri bakvörðinn Calvin Ramsay á lán til Skotlands út tímabilið eftir að hafa verið hjá Wigan fyrrihluta leiktíðar.

Ramsay er 21 árs gamall Skoti sem á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

Hann ólst upp hjá Aberdeen og seldi skoska félagið hann til Liverpool á metfé, eða rétt tæpar 5 milljónir punda.

Ramsay kom við sögu í tveimur leikjum með Liverpool tímabilið 2022-23 og hefur síðan þá verið lánaður út. Hann lék með Preston og Bolton á láni á síðustu leiktíð en fékk lítinn sem engan spiltíma.

Hann var lánaður til Wigan í League One deildina síðasta haust en fékk ekki mikinn spiltíma þar og heldur nú í efstu deild skoska boltans þar sem hann mun leika með Kilmarnock.

Kilmarnock er í fallbaráttu í skosku deildinni með 25 stig eftir 23 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner