Liverpool hefur ákveðið að senda hægri bakvörðinn Calvin Ramsay á lán til Skotlands út tímabilið eftir að hafa verið hjá Wigan fyrrihluta leiktíðar.
Ramsay er 21 árs gamall Skoti sem á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Hann ólst upp hjá Aberdeen og seldi skoska félagið hann til Liverpool á metfé, eða rétt tæpar 5 milljónir punda.
Ramsay kom við sögu í tveimur leikjum með Liverpool tímabilið 2022-23 og hefur síðan þá verið lánaður út. Hann lék með Preston og Bolton á láni á síðustu leiktíð en fékk lítinn sem engan spiltíma.
Hann var lánaður til Wigan í League One deildina síðasta haust en fékk ekki mikinn spiltíma þar og heldur nú í efstu deild skoska boltans þar sem hann mun leika með Kilmarnock.
Kilmarnock er í fallbaráttu í skosku deildinni með 25 stig eftir 23 umferðir.
We are delighted to announce that Calvin Ramsay has joined on loan from Liverpool.
— Kilmarnock FC (@KilmarnockFC) January 13, 2025
The Scotland international has penned a deal until the end of the season.
Ramsay had a number of options vying for his signature, but he chose BBSP Rugby Park as his preferred destination.
Athugasemdir