Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum fyrirliði Englands tekin við Kanada (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Casey Stoney hefur verið ráðin sem nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Kanada eftir að hafa stýrt San Diego Wave síðustu þrjú ár.

Stoney er 42 ára gömul og var landsliðsfyrirliði Englendinga á ferli sínum sem atvinnukona í fótbolta.

Eftir að hún lagði skóna á hilluna stýrði Stoney stórveldi Manchester United í þrjú ár áður en hún var ráðin til San Diego.

Hún vann FA bikarinn 2019 með Man Utd og tókst svo að sigra Challenge Cup í Bandaríkjunum í fyrra. Þá var hún valin þjálfari ársins í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum árið 2022.

Stoney tekur við öflugu kanadísku landsliði sem varð Ólympíumeistari 2020 eftir að hafa fengið bronsverðlaun 2012 og 2016.

Kanada er í 6. sæti á heimslista FIFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner