Casey Stoney hefur verið ráðin sem nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Kanada eftir að hafa stýrt San Diego Wave síðustu þrjú ár.
Stoney er 42 ára gömul og var landsliðsfyrirliði Englendinga á ferli sínum sem atvinnukona í fótbolta.
Eftir að hún lagði skóna á hilluna stýrði Stoney stórveldi Manchester United í þrjú ár áður en hún var ráðin til San Diego.
Hún vann FA bikarinn 2019 með Man Utd og tókst svo að sigra Challenge Cup í Bandaríkjunum í fyrra. Þá var hún valin þjálfari ársins í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum árið 2022.
Stoney tekur við öflugu kanadísku landsliði sem varð Ólympíumeistari 2020 eftir að hafa fengið bronsverðlaun 2012 og 2016.
Kanada er í 6. sæti á heimslista FIFA.
A new leader at the helm!
— CANWNT (@CANWNT) January 13, 2025
Casey Stoney is appointed as #CANWNT Head Coach ????
Athugasemdir