Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mán 24. október 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag fundar með Ronaldo í dag
Gæti sá portúgalski farið til Chelsea?
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo mun funda með Erik ten Hag, stjóra Manchester United, í dag en ýmsir fjölmiðlar segja að félagið sé tilbúið að láta portúgalska sóknarmanninn fara í janúarglugganum.

Framtíð Ronaldo er í lausu lofti eftir að Ten Hag setti hann í skammarkrókinn vegna hegðunar hans í sigurleiknum gegn Tottenham í síðustu viku.

Ronaldo neitaði að koma inná á lokamínútunum og strunsaði í gegnum göngin á Old Trafford fyrir lokaflaut. Hann var ekki í hóp í 1-1 jafnteflisleik gegn Chelsea um helgina.

Samningur Ronaldo við United rennur út eftir tímabilið og Ten Hag hefur sagt að hann vilji hafa hann í leikmannahópnum. En talið er að æðstu menn United séu hinsvegar tilbúnir að láta leikmanninn fara í janúar.

The Athletic segir að ef Ronaldo samþykkir ekki meðhöndlun Ten Hag á sér og að vera ekki fastur byrjunarliðsmaður muni Hollendingurinn ekki standa í vegi fyrir að hann yfirgefi félagið.

Ronaldo er 37 ára og fær 360 þúsund pund í vikulaun. Daily Mail segir að Todd Boehly, eigandi Chelsea, vilji fá hann í janúarglugganum. Boehly og umboðsmaður Ronaldo, Jorge Mendes, eiga gott samband.

Boehly hafði áhuga á að fá Ronaldo í sumarglugganum en þáverandi stjóri félagsins, Thomas Tuchel, var mótfallinn því að hann yrði keyptur.
Athugasemdir
banner
banner
banner