Brendan Rodgers og lærisveinar í Leicester eru heldur betur að rétta úr kútnum og eru búnir að koma sér upp úr fallsæti með tveimur sigurleikjum í röð. Liðið fór illa með Úlfana og vann 4-0 sigur í gær.
Eftir leikinn sagði Rodgers við breska ríkisútvarpið að hans menn hefðu getað skorað enn fleiri mörk.
„Sem liðsheild vorum við mjög góðir. Við vorum ógnandi og frábærir varnarlega. Pressan virkaði frábærlega og öll mörkin voru stórkostleg. Sjálfstaustið í liðinu hefur aukist. Einbeitingin er betri, allir eru einbeittir og þröngva andstæðingnum í að gera mistök," sagði Rodgers.
„Við förum vaxandi með hverjum leiknum og það er gaman að sjá. En það er langur vegur til stefnu."
Belgíski miðvörðurinn Wout Faes er einn af þeim sem hefur fengið verðskuldað lof. Hann hefur fundið sig vel í hjarta varnarinnar og spilað betur með hverjum leiknum síðan hann kom frá Reims í Frakklandi.
Í sóknarleiknum hefur James Maddison verið ljósasti punkturinn. Hann hefur skorað sex mörk í tíu úrvalsdeildarleikjum og átt tvær stoðsendingar. Hann var frábær gegn Úlfunum.
„Hann skorar mörk og hann býr til mörk. Hann er einn fremsti hæfileikamaður landsins í dag. Ég er nokkuð viss um að hann sé í huga Gareth Southgate (landsliðsþjálfara). Hann þarf bara að halda áfram að spila vel með Leicester," segir Rodgers en mikil umræða er um það á Bretlandi hvort Maddison verði í HM hóp Englands.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir