
Aðfangadagsslúðrið er tilbúið og kemur úr smiðju BBC eins og áður. Janúarglugginn nálgast óðfluga og eru menn á borð við Cody Gakpo, Cristiano Ronaldo, Frenkie de Jong, Marcus Thuram og Joao Felix í slúðurpakka dagsins.
Manchester City er staðráðið í því að vinna kapphlaupið um Jude Bellingham, 19 ára miðjumann Borussia Dortmund og enska landsliðsins. Stjórnendur City telja að Bellingham muni hafna Real Madrid og Liverpool til að starfa með Pep Guardiola. (Sun)
Manchester United er komið í viðræður við PSV Eindhoven um kaup á Cody Gakpo, 23 ára landsliðsmanni Hollands. (Mirror)
Al-Nassr vonast til að ganga frá félagsskiptum Cristiano Ronaldo fyrir áramót. (CBS Sports)
Man Utd telur sig geta keypt Frenkie de Jong, 25, frá Barcelona næsta sumar en stjórnendum félagsins líður eins og Barca sé að reyna að hækka verðmiðann á honum með að segja að hann sé ekki til sölu. (Sport)
Newcastle hefur áhuga á Marcus Thuram, 25 ára framherja Borussia Mönchengladbach. (Times)
Barca ætlar ekki að selja Franck Kessie, 26, eða Hector Bellerin, 27, í janúar. (Fabrizio Romano)
PSG hefur áhuga á Marco Asensio, 26, sem rennur út á samningi næsta sumar og hefur verið orðaður við Arsenal.
Arsenal leiðir kapphlaupið um að fá Joao Felix, 23, lánaðan frá Atletico Madrid í janúarglugganum. (Daily Record)
Brendan Rodgers býst við að Leicester muni ekki selja hinn eftirsótta James Maddison, 26, í janúarglugganum. (Mail)
PSG vill kaupa brasilíska miðjumanninn Fred, 29, þrátt fyrir að Man Utd hafi virkjað ákvæði í samningi hans um eins árs framlengingu. (Sun)
Chelsea er að ganga frá kaupum á David Datro Fofana, 20 ára framherja Molde, og Andrey Santos, 18 ára miðjumanni Vasco da Gama. (Standard)
DC United er búið að komast að munnlegu samkomulagi við Leeds United um kaup á pólska landsliðsmanninum Mateusz Klich, 32. (Mail)
Steve Parish, forseti Crystal Palace, segir að félagið vilji krækja í leikmenn á lánssamningum í janúar frekar en að festa kaup á nýjum mönnum. (Athletic)
AC Milan ætlar að gera Rafael Leao, 23, að launahæsta leikmanni sínum. Félagið hefur boðið þessum besta leikmanni síðustu leiktíðar Serie A nýjan samning sem myndi fimmfalda launagreiðslurnar. Leao er afar eftirsóttur og vill Milan yfir 100 milljónir evra til að selja sinn stjörnuleikmann. (Corriere della Sera)
Yousoufa Moukoko, 18 ára sóknarmaður Borussia Dortmund og þýska landsliðsins, segist vera sjokkeraður yfir falsfréttum sem segja hann vera í rifrildum við Dortmund. (90min)
Brasilíski framherjinn Tete, sem er samningsbundinn Shakhtar Donetsk en leikur á láni hjá Lyon, gæti verið seldur í janúar. Það eru ýmis úrvalsdeildarfélög sem hafa sýnt honum áhuga. (90min)
Arsenal ætlar að virkja ákvæði í samningi Charlie Patino, 19, sem leikur hjá Blackpool á láni. Ákvæðið framlengir samning Patino við Arsenal um eitt ár. (Standard)