Landsliðsmaðurinn Alfons Samspted er farinn frá Bodö/Glimt en maðurinn sem átti að leysa hann af hólmi vill einnig fara frá félaginu en þetta segir norski miðillinn Nettavisen.
Alfons hefur sinnt stöðu hægri bakvarðar hjá Bodö/Glimt síðustu tvö árin en í janúar var Brice Wembangomo var fenginn til félagsins frá Sandefjord í byrjun ársins.
Hann getur leyst báðar bakvarðarstöðurnar og var honum ætlað að leysa Alfons af.
Nettavisen segir nú að Wembangomo vilji komast burt frá félaginu vegna ósættis.
Bodö/Glimt fékk Omar Elabdellaoui til félagsins á dögunum frá Galatasaray og er því samkeppnin um hægri bakvarðastöðuna mikil og var Wembangomo ósáttur við það.
Norska félagið hefur hins vegar ekki áhuga á að selja Wembangomo
Athugasemdir