Franski varnarmaðurinn Benoit Badiashile er í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Þetta kemur fram í Athletic.
Chelsea hefur verið í leit að örvfættum miðverði undanfarið og er Badiashile líklegasti kosturinn.
Hann er 21 árs gamall og spilar fyrir Mónakó. Hann á 2 landsleiki að baki fyrir franska landsliðið og hentar leikstíl Chelsea.
Enska félagið hefur sett það í forgang að ganga frá kaupum á leikmanninum en viðræður eru nú í gangi. Varnarmaðurinn er falur fyrir 35 milljónir evra.
Josko Gvardiol, varnarmaður Leipzig og króatíska landsliðsins, hefur þá lengi verið á lista hjá Chelsea. Félagið náði samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör í sumar, en verðmiðinn var of hár og fór það því ekki lengra.
Athugasemdir