Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Di Maria heldur áfram með landsliðinu
Mynd: EPA

Fjölmiðlar í Argentínu greina frá því að hinn 34 ára gamli Angel Di Maria ætli að halda áfram að spila með landsliðinu eftir sigur á heimsmeistaramótinu.


Margir bjuggust við að Di Maria myndi leggja landsliðsskóna á hilluna eftir sigurinn en svo er ekki. Þessi hæfileikaríki leikmaður Juventus ætlar að halda áfram með landsliðinu.

Di Maria var hjá Real Madrid, Manchester United og PSG áður en hann skipti yfir til Juventus og hefur því spilað fyrir nokkur af stærstu knattspyrnufélögum í heimi. Hann hefur unnið urmul keppna með félagsliðum sínum og nú hefur heimsmeistaratitill landsliða bæst við safnið.

Líklegt er að Di Maria og Lionel Messi muni leggja landsliðsskóna á hilluna eftir næsta Copa America sem verður haldið sumarið 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner