
Emiliano Martinez landsliðsmarkvörður Argentínu hefur verið gagnrýndur fyrir hegðun sína á heimsmeistaramótinu.
Hann ögraði andstæðingum sínum trekk í trekk og var með ögrandi tilburði í fagnaðarlátum sínum, sérstaklega eftir markvörslur í vítaspyrnukeppnum. Þá var hann með nokkuð barnalega stæla þegar hann fékk gullhanska HM afhentan.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Martinez hjá Aston Villa, var spurður út í hegðun markvarðarins.
„Stundum er erfitt að hafa stjórn á tilfinningum, sérstaklega á stærsta sviðinu. Ég mun ræða við hann í næstu viku varðandi fagnaðarlæti," svaraði Emery.
„Ég virði það að hann var með landsliðinu sínu, þar er hann ekki á okkar ábyrgð. Þegar hann er hjá okkur þá er hann á okkar ábyrgð."
Athugasemdir