Spænski stjórinn Unai Emery ætlar að losa sig við Emiliano Martínez við fyrsta tækifæri en þetta segir spænski miðillinn Fichajes.
Martínez, sem varð heimsmeistari með Argentínu á dögunum, hefur staðið í marki Villa síðustu tvö ár og gert góða hluti.
Hann var frábær á HM í Katar og valinn markvörður mótsins eftir úrslitaleikinn en hegðun hans í vítakeppninni og eftir leikinn hefur skapað mikla umræðu um netheima.
Fichajes heldur því fram að Emery hafi ekki verið hrifinn af uppátækjum Martínez í kringum leikinn og vilji losa sig við hann sem allra fyrst.
Aston Villa gæti fengið væna upphæð fyrir Martínez ef það ákveður að selja hann en fjölmörg félög í stærstu deildum Evrópu eru farin að horfa til hans.
Athugasemdir