Ítalski miðjumaðurinn Jorginho mun að öllum líkindum yfirgefa Chelsea eftir þessa leiktíð. Athletic greinir frá.
Jorginho gekk í raðir Chelsea frá Napoli fyrir fjórum árum og á þeim tíma hefur hann unnið bæði Evrópu- og Meistaradeild.
Nú er hann 31 árs gamall og er til í að leita á önnur mið en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.
Engin áform eru um að framlengja samning hans og er því búist við að hann yfirgefi félagið.
Chelsea hefur áhuga á því að fá Jude Bellingham frá Borussia Dortmund og þá er Declan Rice einnig á blaði hjá enska félaginu.
Athugasemdir