Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti franska knattspyrnusambandsins ósáttur
Mynd: EPA

Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, segist vera búinn að senda skilaboð til Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins, vegna hegðunar Argentínumanna eftir sigur í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.


Fagnaðarlæti Argentínumanna fóru úr böndunum að mati margra en þeir höfðu einnig hagað sér með ögrandi hætti í sigri gegn Hollandi fyrr í útsláttarkeppninni.

„Ég skrifaði til kollega mins í argentínska knattspyrnusambaninu vegna þess að mér finnast þessar öfgar vera óeðlilegar, sérstaklega í íþróttakeppni," segir Le Graet.

„Ég á erfitt með að skilja hvers vegna þetta þurfi að fara svona langt yfir strikið. Til samanburðar var hegðun Mbappé til fyrirmyndar."

Kylian Mbappe skoraði þrennu í úrslitaleiknum en hún dugði ekki til gegn Lionel Messi og félögum sem unnu eftir vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner