Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kalvin Phillips mætti í yfirþyngd
Mynd: EPA

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, svaraði spurningum eftir 3-2 sigur gegn Liverpool í 8-liða úrslitum deildabikarsins í gærkvöldi.


Kalvin Phillips var ekki í leikmannahópi Man City og var Guardiola spurður út í fjarveru miðjumannsins, sem hefur fengið lítinn sem engan spiltíma á leiktíðinni vegna axlarmeiðsla.

„Hann er ekki meiddur, hann kom til baka frá Katar í yfirþyngd og við skiljum ekki hvers vegna. Hann er ekki í standi til að taka þátt á æfingum með liðsfélögunum eða spila fótboltaleiki," sagði Guardiola.

John Stones, Phil Foden og Jack Grealish fóru einnig með enska landsliðinu á HM og tóku þeir allir þátt í sigrinum gegn Liverpool.

Phillips kom við sögu í tveimur leikjum á HM, 3-0 sigrum gegn Senegal og Wales.

„Kalvin er mikilvægur fyrir okkur og hann mun spila þegar hann er í standi til þess. Við þurfum á honum að halda sem fyrst, við þurfum virkilega mikið á honum að halda."

Man City heimsækir Leeds í ensku úrvalsdeildinni 28. desember og segir Guardiola að Ruben Dias verði heldur ekki með vegna meiðsla aftan í læri.

City er í toppbaráttu ásamt Arsenal og búast flestir við því að Englandsmeisturunum takist að verja titilinn frá því á síðustu leiktíð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
5 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
6 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner