Jürgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, hló er blaðamaður spurði hann út í Jude Bellingham, leikmann Borussia Dortmund á blaðamannafundi í gær.
Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir fyrir frammistöðu hans með bæði Dortmund og enska landsliðinu.
Liverpool, Real Madrid, Manchester City og Manchester United eru meðal þeirra félaga sem eru í baráttunni um hann en blaðamaður spurði Klopp út í Bellingham á fréttamannafundi fyrir leik liðsins við Aston Villa.
Blaðamaðurinn spurði hvort Liverpool ætlaði að vinna í því að fá Bellingham til félagsins í janúar og þá hló Klopp.
„Í janúar?“ spurði Klopp blaðamanninn og hló, eða er sumarið líklegra?
„Frá kaupanda eða seljanda? Ég hef ekki hugmynd. Þú verður að spyrja einhvern annan út í það. Janúarglugginn er gluggi þar sem við erum alltaf undirbúnir, það er þannig.“
„Það er alveg ljóst hvaða hugmyndir við erum með og hvað við þurfum. Restin er svo ekki alveg 100 prósent í okkar höndum. Við vinnum alltaf með það sem við erum með og það mun ekki breytast,“ sagði hann enn fremur.
Eigendur Liverpool eru opnir fyrir því að selja félagið og segir Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, að Klopp þurfi 250 milljónir punda til að eyða í sumar þegar nýir fjárfestar koma inn.
„Oooh, eru komin jól?“ sagði Klopp og spurði.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvaða upphæð ég þarf en ég er ekki á móti fjárfestingu, ef ég á að vera hreinskilinn. Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér. Það veit enginn neitt í augnablikinu en ég er sannfærður um að það verði eitthvað gott og að framtíðin sé björt hjá Liverpool. Í augnablikinu þá verðum við að hugsa um það sem er að gerast núna og það er eitthvað sem við erum að vinna í,“ sagði hann í lokin um málið.
Jurgen Klopp’s reaction when asked on Jude Bellingham for January window ???? #LFC@SkySportsPL ?????? pic.twitter.com/eGkqODKAwU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 23, 2022
Athugasemdir