Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lisandro Martinez: Þetta vorum ekki bara við á vellinum
Mynd: EPA

Landsliðsmenn Argentínu eru að fagna heimsmeistaratitlinum í heimalandinu áður en þeir fljúga aftur til félagsliða sinna.


26 manna leikmannahópur Argentínu dreifði sér um heimalandið til að heilsa uppá fólkið sitt. Leikmenn fóru allir til heimabæja sinna og fór Lisandro Martinez, varnarmaður Manchester United, til Gualeguay þar sem honum var fagnað sem þjóðarhetju.

„Ég fyllist af gleði og stolti við að koma hingað aftur og sjá ykkur öll taka á móti mér. Ég á ótrúlegar minningar héðan," sagði Martinez og átti erfitt með að hemja tilfinningarnar.

„Þegar þú ferð í treyjuna með landsliðsskjöldinn og milljónir Argentínumanna bakvið þig þá verðuru að gefa lífið fyrir þjóð þína. Það er það minnsta sem við getum gert.

„Við vorum öll eitt lið. Ekki bara leikmennirnir heldur líka þjóðin. Við fundum fyrir miklum stuðningi og það gaf okkur ótrúlega aukinn kraft. Þetta vorum ekki bara við á vellinum heldur líka strákurinn sem er að byrja í fótbolta, móðirin, faðirinn, frændinn eða afinn. Þau mættu öll út á völlinn með okkur í anda og gáfu okkur mikinn styrk. Leikmenn annarra liða tóku eftir þessu og nefndu það. Við mættum í leiki til að sigra eða til að sigra. Það var aldrei neinn annar valmöguleiki.

„Við vonum að þessi sigur færi argentínsku þjóðinni stolt og frið. Við erum allir bræður og verðum að binda endi á ofbeldi. Við verðum að faðma hvort annað meira og njóta lífsins."


Athugasemdir
banner
banner