Spænski varnarmaðurinn Diego Llorente er búinn að skrifa undir samning við Leeds United sem gildir til 2026, eða í þrjú og hálft ár.
Llorente er 29 ára gamall miðvörður með 10 landsleiki að baki fyrir Spán. Hann spilaði 31 leik á síðustu leiktíð og er búinn að spila í 9 leikjum á yfirstandandi tímabili.
Hann hefði runnið út á samningi næsta sumar en Jesse Marsch og stjórn Leeds vill ekki missa Llorente frá sér.
Hann er annar leikmaðurinn til að skrifa undir nýjan samning við Leeds á stuttum tíma. Miðvörðurinn Pascal Struijk skrifaði undir samning á dögunum.
Athugasemdir