Austurríski framherjinn Marko Arnautovic segir að Jose Mourinho hafði mikinn áhuga á kaupa hann til Manchester United fyrir fimm árum en félagið hafði ekki efni á að fá hann. Þetta segir í hann í viðtali við Gazzetta dello Sport.
Arnautovic, sem var þá á mála hjá West Ham, var eftirsóttur af mörgum liðum á þeim tíma, en Mourinho vildi ólmur fá hann til United.
Man Utd hafði keypt Paul Pogba árið áður fyrir 89 milljónir punda og kom það í veg fyrir félagaskipti Arnautovic til United.
„Hann vildi fá mig þegar ég var hjá West Ham. Hann spurði hvað ég kostaði. Ég spurði hann hvor hann vildi enn fá mig, en Manchester United var nýbúið að kaupa Paul Pogba og hafði því ekki efni á mér,“ sagði Arnautovic.
Í sumar var Arnautovic aftur orðaður við United en það varð ekkert af skiptunum þar sem verðmiðinn þótti of hár og vegna kvartana frá stuðningsmönnum en austurríski framherjinn fékk eins leiks bann á EM á síðasta ári fyrir hatursorðræðu í garð Albaníu.
Athugasemdir