Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Reiddist þegar hann sá tæklinguna - „Það þarf að skoða þetta betur"
James Maddison, leikmaður Leicester City á Englandi, hellti úr skálum reiði sinnar á Twitter vegna tæklingar sem átti sér stað hjá unglingaliði félagsins, en hann vill að enska sambandið herði reglurnar frekar.

Hinn 17 ára gamli Will Alves verður frá næstu níu mánuði eftir hafa fótbrotnað eftir hrottalega tæklingu í enska unglingabikarnum fyrir tveimur dögum.

Alves var með boltann á vallarhelmingi andstæðinganna og einn leikmaður í honum. Alves missti jafnvægið áður en leikmaður Wolves fór með löppina viljandi út og í legginn á honum.

Maddison, sem spilar fyrir aðallið Leicester, var gríðarlega ósáttur við þessa tæklingu og tjáði sig um það á Twitter.

„Ég var ekki viss hvort ég ætti að koma fram opinberlega og ræða þetta en mér finnst að það þurfi að skoða þetta nánar. Þessi tækling á ekki að sjást og er ekki ásættanleg. Ég er í rusli fyrir unga Will. Frábær strákur með bjarta framtíð sem þarf núna að fara í endurhæfingu eftir þessa hrottalegu tæklingu,“ sagði Maddison á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner