Brasilíski framherjinn Richarlison skoraði glæsilega tvennu í 2-0 sigri gegn Serbíu í riðlakeppni HM.
Annað markanna hefur verið valið sem mark mótsins eftir kosningu. Þar tók RIcharlison á móti erfiðri fyrirgjöf og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu.
Hyundai er meðal styrktaraðila heimsmeistaramótsins og hlýtur Richarlison því Hyundai verðlaunin fyrir besta mark mótsins.
Mark Richarlison í 3-0 sigri gegn Suður-Kóreu kom einnig til greina sem mark mótsins.
Athugasemdir