Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Segir Liverpool hafa áhuga á Musah
Liverpool hefur áhuga á því að fá bandaríska landsliðsmanninn Yunus Musah frá spænska félaginu Valencia en þetta segir fyrrum landsliðsmaður bandaríska landsliðsins.

Musah, sem er tvítugur, þykir með efnilegri miðjumönnum í heimi í augnablikinu, en hann er samningsbundinn Valencia til 2026.

Stærstu félög Evrópu hafa verið að fylgjast með honum síðustu mánuði og er eitt þeirra Liverpool.

Eric Wynalda, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool sé að íhuga að fá hann til félagsins á næstunni.

„Hann er að fá mikla athygli frá ensku úrvalsdeildinni og það lítur út fyrir að Liverpool hafi áhuga miðað við þá heimildarmenn sem ég hef rætt við. Keita kom til Liverpool og þeir eru mjög svipaðir, en það gekk ekki alveg hjá honum og Klopp.“

„Klopp horfir núna á Musah. Hann er kannski slakari útgáfan af Wijnaldum, en Thiago er ekki heldur að yngjast. Musah er frábær, ungur og hæfileikaríkur leikmaður og ég held að það væri geggjað fyrir hann að fara til Liverpool,“
sagði Wynalda.
Athugasemdir
banner
banner