Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 13:48
Brynjar Ingi Erluson
Suarez nær munnlegu samkomulagi við Gremio
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez hefur náð munnlegu samkomulagi við Gremio um að ganga í raðir félagsins en þetta segir blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo.

Suarez, sem er 35 ára gamall, var síðast á mála hjá uppeldisfélagi sínu, Nacional, þar sem hann fagnaði úrúgvæska meistaratitlinum áður en hann yfirgaf félagið.

Hann mun halda áfram að spila í Suður-Ameríku en næsti áfangastaður er Gremio í Brasilíu.

Samkvæmt blaðamanninum Cesar Luis Merlo er Suarez að ganga frá tveggja ára samningi við félagið.

Þar hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn hjá Liverpool. Lucas Leiva, en Brasilíumaðurinn má að vísu ekki spila næstu vikurnar vegna hjartavandamála.

Gremio er komið aftur upp í efstu deild eftir að hafa eytt einu ári í B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner