Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 10:22
Brynjar Ingi Erluson
Thomas Frank hjá Brentford til 2027 (Staðfest)
Thomas Frank
Thomas Frank
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning vð félagið.

Frank kom til félagsins árið 2016 og var þá ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins undir Richard O'Kelly. Honum var falið það hlutverk að vera brú á milli leikmanna og þjálfara og gekk það nokkuð vel.

Tveimur árum síðar tók hann við sem stjóri liðsins og aðeins þremur árum síðar kom hann liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Þar hefur hann náð góðum árangri og tekist að gera það að samkeppnishæfu liði.

Frank skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið og er hann nú samningsbundinn til 2027.

Brentford er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinanr með 19 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner