Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 24. desember 2022 11:21
Brynjar Ingi Erluson
Vieira um Wan-Bissaka: Hann er góður leikmaður
Patrick Vieira
Patrick Vieira
Mynd: EPA
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, vildi ekki tjá sig um það hvort félagið ætli sér að reyna við Aaron Wan-Bissaka, leikmann Manchester United, í janúar.

Wan-Bissaka hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili undir stjórn Erik ten Hag.

Enski hægri bakvörðurinn spilaði fimm mínútur í 2-1 sigri á Liverpool í ágúst og hafði ekkert spilað þangað til hann byrjaði í 2-0 sigrinum á Burnley í enska deildabikarnum á dögunum.

Leikmaðurinn vill fá meiri spiltíma og gæti því þurft að finna sér nýtt félag í janúar en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag Crystal Palace.

Wan-Bissaka kom til Man Utd frá Palace fyrir þremur árum og er enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum Lundúnarliðsins en Vieira var spurður út áhuga á leikmanninum á fréttamannafundi í gær.

„Hann er leikmaður Manchester United. Við verðum að virða það og það er ekkert meira um það að segja. Hann er góður leikmaður, það er enginn vafi á því. Hann er tengdur þessu félagi og stuðningsmennirnir elska hann, en svo við komum að því aftur þá er hann leikmaður United,“ sagði Vieira.
Athugasemdir
banner