Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dorgu í byrjunarliðinu: Viljum halda okkar bestu mönnum í janúar
Mynd: EPA
Danski bakvörðurinn Patrick Dorgu er í byrjunarliði Lecce sem tekur á móti Ítalíumeisturum Inter í ítalska boltanum í dag.

Dorgu er eftirsóttur af ýmsum félögum úr ensku úrvalsdeildinni og virðist Manchester United leiða kapphlaupið, en Lecce er sagt hafa hafnað 27 milljón punda tilboði félagsins.

Lecce sættir sig ekki við minna en 35 milljónir punda til að selja Dorgu í janúarglugganum.

„Markmiðið okkar er að halda leikmanninum í janúar. Auðvitað verður maður að vera raunsær ef ákveðið hátt tilboð berst, en við viljum helst halda okkar bestu leikmönnum í janúar," segir Sticchi Damiani, forseti Lecce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner