Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   sun 26. janúar 2025 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Jafnaði metin í uppbótartíma
Hoffenheim 2 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Hugo Ekitike ('26 , víti)
1-1 Emmanuel Gift ('65 )
1-2 Hugo Ekitike ('71 )
2-2 Adam Hlozek ('90 )

Tékkneski framherjinn Adam Hlozek tryggði Hoffenheim stig með því að skora mark í uppbótartíma í 2-2 jafnteflinu gegn Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni í dag.

Frankfurt missti sinn besta mann á dögunum í Omar Marmoush sem samdi við Englandsmeistara Manchester City og hefði verið notalegt fyrir liðið að hafa hann í dag.

Án hans komst liðið samt sem áður í forystu er Hugo Ekitike skoraði úr vítaspyrnu á 26. mínútu, en Gift Orban jafnaði þegar 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Sex mínútum síðar gerði Ekitike annað mark Frankfurt eftir sendingu Rasmus Kristensen. Ellefta deildarmark Ekitike á tímabilinu og er hann nú í 6. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.

Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og það var meira en nóg fyrir Hoffenheim til að stela stigi. Hlozek fékk frábæra vippusendingu inn á teiginn frá Andrej Kramaric og lagði boltann síðan hægra megin við Kevin Trapp í markinu.

Lokatölur 2-2 og er Frankfurt áfram í 3. sæti með 37 stig, fimm stigum fyrir ofan Stuttgart sem er í 4. sætinu á meðan Hoffenheim er í 15. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 25 6 8 11 32 47 -15 26
14 Union Berlin 25 7 5 13 22 38 -16 26
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner