Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Karólína með stoðsendingu í fyrsta leik eftir vetrarfrí
Mynd: Getty Images
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fer vel af stað á nýju ári en hún lagði upp mark í 2-1 sigri Bayer Leverkusen á Freiburg í þýsku deildinni í dag.

Þýska deildin tók sér eins mánaðar frí yfir jólin og hátíðirnar og fór síðan aftur af stað í dag.

Leverkusen tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og vann sjötta deildarleikinn í röð.

Karólína var í byrjunarliði Leverkusen og lagði upp fyrra markið á 56. mínútu leiksins fyrir Selinu Ostermeier og var síðan skipt af velli mínútu síðar.

Leverkusen er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, eins og Eintracht Frankfurt og Bayern München sem eru með betri markatölu í sætunum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner