Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Fyrsta vikan okkar saman án truflana
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Graham Potter svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli West Ham United á útivelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hamrarnir spiluðu flottan leik og komust nálægt því að taka öll stigin þrjú á Villa Park.

„Við áttum líklega meira skilið fyrir þessa frammistöðu, við vorum mjög góðir eftir fyrstu 15 mínútur leiksins. Við pressuðum vel og stjórnuðum leiknum á löngum köflum, ég er ánægður með þessa frammistöðu sérstaklega eftir svona lítinn tíma saman. Við erum á réttri braut," sagði Potter meðal annars að leikslokum.

„Þetta var fyrsta vikan okkar saman á æfingasvæðinu án truflana. Við erum bara nýbyrjaðir á þessari vegferð og við eigum eftir að verða betri með tímanum."

Brasilíumaðurinn Lucas Paquetá átti mjög góðan leik á miðjunni og hrósaði Potter honum sérstaklega eftir leik.

„Hann var frábær, andstæðingarnir áttu í miklum erfiðleikum með hann. Hann er mjög sterkur líkamlega auk þess að vera góður á boltanum og afar teknískur. Hann lagði mikla vinnu á sig fyrir liðið í dag."

Þetta var fjórði leikur West Ham undir stjórn Potter og er hann ánægður með framförina frá fyrsta leiknum undir sinni stjórn, sem var 2-1 tap í enska bikarnum á Villa Park fyrir tveimur vikum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner