Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   sun 26. janúar 2025 13:14
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona spænskur Ofurbikarmeistari fjórða árið í röð
Ewa Pajor skoraði tvö á nokkrum mínútum
Ewa Pajor skoraði tvö á nokkrum mínútum
Mynd: Getty Images
Kvennalið Barcelona varð i dag spænskur Ofurbikarmeistari í fjórða sinn í röð er liðið valtaði yfir erkifjendur sína í Real Madrid, 5-0, á Estadio Municipal de Butarque-vellinum í Leganes í dag.

Barcelona er langbesta lið heims og eru fá lið sem ná að standa í þeim.

Yfirburðirnir voru gríðarlegir í dag. Norska landsliðskonan Caroline Graham Hansen skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu og bætti pólski framherjinn Ewa Pajor við tveimur mörkum undir lok hálfleiksins.

Spænski miðjumaðurinn Patricia Guijarro skoraði gullfallegt fjórða mark Börsunga með skoti fyrir utan teig og efst upp í skeytin hægra megin áður en Alexia Putella, sem vann Ballon d'Or verðlaunin árin 2021 og 2022, rak síðasta naglann í kistu Real Madrid með skalla af stutttu færi.

Stórkostleg frammistaða Börsunga sem vann Ofurbikarinn í fjórða sinn í röð og í fimmta sinn í sögu félagsins. Liðið er þá á góðri leið með að vinna deildina enn eitt árið, en liðið hefur unnið alla sextán leiki sína og er með ellefu stiga forystu á Madrídinga.


Athugasemdir
banner
banner