Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Samningur Dybala framlengdur til 2026
Mynd: EPA
Argentínski landsliðsmaðurinn Paulo Dybala verður áfram hjá Roma til 2026 eftir að ákvæði virkjaðist í samningi hans, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Dybala, sem er 31 árs gamall, átti að renna út á samningi í sumar og hafði hann verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu síðustu mánuði.

Roma var hrætt um að missa hann á frjálsri sölu í sumar en Dybala hefur spilað reglulega síðan Claudio Ranieri tók við og er nú ljóst að hann verður áfram.

Ákvæði var í samningnum sem var miðað við fjölda leikja á tímabilinu og virkjaðist það ákvæði þegar hann spilaði gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Hann er því samningsbundinn til 2026 en er enn með klásúlu í samningnum sem gerir öðrum félögum kleift að kaupa hann fyrir 12 milljónir evra frá 1. - 31. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner