Liverpool vann Ipswich 4-1 á Anfield í gær en Cody Gakpo átti stórleik þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Gakpo sagði í viðtali við heimasíðu Liverpool eftir leikinn að leikurinn hafi verið nánast fullkominn.
„Þeir spiluðu mjög djúpt svo það var erfitt að búa til færi en við gerðum það. Mér fannst við spila góðan leik, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur mark í lokin. Það var ekki það sem við vildum því við viljum halda hreinu," sagði Gakpo.
Liverpool er með sjö stiga forystu á Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar eftir úrslitin í gær.
Athugasemdir