Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 16:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Hálfleiksræða Van Nistelrooy skipti sköpum í Lundúnum - Brentford vann á Selhurst Park
El Khannouss skoraði sigurmark Leicester
El Khannouss skoraði sigurmark Leicester
Mynd: Getty Images
Vardy fagnaði með því að minna stuðningsmenn Tottenham á titilinn sem hann vann árið 2016
Vardy fagnaði með því að minna stuðningsmenn Tottenham á titilinn sem hann vann árið 2016
Mynd: Getty Images
Kevin Schade hjálpaði Brentford að vinna annan útileikinn á tímabilinu
Kevin Schade hjálpaði Brentford að vinna annan útileikinn á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Nýliðar Leicester City unnu sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember er liðið kom til baka og lagði Tottenham að velli, 2-1, á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum í dag.

Það var líf í Leicester-liðinu í byrjun leiks á meðan leikmenn Tottenham voru slakir á boltann.

Heimamenn náðu hægt og rólega að koma sér betur inn í leikinn og fóru að skapa sér ágætis færi. Jakub Stolarczyk varði vel frá Heung-Min Son þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar.

Eftir hálftímaleik átti Son tilraun sem hafnaði í þverslá og aðeins stuttu síðar kom markið enda aðeins tímaspursmál hvenær það kæmi.

Pedro Porro átti frábæra fyrirgjöf frá hægri og á fjær á Richarlison sem setti boltann í netið.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Tottenham, en hálfleiksræða Ruud van Nistelrooy hefur verið hvetjandi fyrir Leicester-menn sem komu fullir sjálfstrausts inn í síðari hálfleikinn.

Það var varla mínúta liðinn þegar Jamie Vardy jafnaði metin eftir sendingu Bobby Reid frá vinstri. Hún kom meðfram grasinu og til Vardy sem fagnaði síðan með því að benda á úrvalsdeildarmerkið á treyju sinni og minnti stuðningsmenn á að hann vann deildina árið 2016.

Fjórum mínútum síðar kom Bilal El Khannouss gestunum í forystu eftir vandræðagang í vörn Tottenham. Pedro Porro átti slaka sendingu sem Leicester-menn komust inn í og boltinn þaðan á El Khannouss sem fékk nægan tíma til að munda skotfótinn og klína boltanum neðst í hægra hornið.

Porro var nálægt því að bæta upp fyrir sendinguna nokkrum mínútum síðar er aukaspyrna hans fór af Vardy og í tréverkið og þá gat Mikey Moore jafnaði í uppbótartíma en Stolarczyk varði meistaralega. Það mark hefði ekki talið hvort er þar sem Moore var rangstæður.

Tottenham komst ekki til baka og fagnaði Leicester því langþráðum sigri í deildinni. Tottenham er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum og situr í 15. sæti með 24 stig en Leicester er komið upp úr fallsæti og í 17. sætið með 17 stig.

Brentford vann á Selhurst Park

Brentford vann þá Crystal Palace, 2-1, á Selhurst Park í nokkuð fjörugum leik.

Staðan var markalaus í hálfleik sem var bara nokkuð sanngjörn staða miðað við gang leiksins.

Eberechi Eze var nálægt því að taka forystuna fyrir Palace snemma í síðari hálfleiknum en aukaspyrna hans hafði viðkomu af Sepp van de Berg og í stöngina.

Brentford fékk vítaspyrnu skömmu síðar er Maxence Laicrox braut á Nathan Collins í teignum. Bryan Mbeumo fór á punktinn en setti boltann í stöngina. Hann var stálheppinn því VAR lét Mbeumo endurtaka spyrnuna þar sem Marc Guehi var kominn inn í teiginn áður en hann spyrnti boltanum.

Mbeumo fór aftur á punktinn og skoraði í þetta sinn. Fjórtán mínútum síðar bætti Kevin Schade við öðru með skalla eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard.

Á dögunum keypti Palace Romain Esse frá Millwall og kom hann inn af bekknum á 83. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark sitt eftir sendingu Daniel Munoz.

Seint í leiknum gat Mbeumo gulltryggt sigur Brentford en brást bogalistin og setti boltann í stöng.

Niðurstaðan var 2-1 sigur Brentford sem var að ná í annan útisigur sinn á tímabilinu. Liðið er í 11. sæti með 31 stig en Palace í sætinu fyrir neðan með 27 stig.

Crystal Palace 1 - 2 Brentford
0-1 Bryan Mbeumo ('66 , víti)
0-2 Kevin Schade ('80 )
1-2 Romain Esse ('85 )

Tottenham 1 - 2 Leicester City
1-0 Richarlison ('33 )
1-1 Jamie Vardy ('46 )
1-2 Bilal El Khannouss ('50 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner