Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   sun 26. janúar 2025 12:56
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Bentancur og Kinsky í liði Tottenham - Hákon áfram á bekknum
Rodrigo Bentancur og Heung-Min Son byrja báðir
Rodrigo Bentancur og Heung-Min Son byrja báðir
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag.

Tottenham, sem er án sigurs síðan 15. desember, tekur á móti nýliðum Leicester í Lundúnum, en Leicester einnig án sigurs í síðustu leikjum og er rúmur mánuður síðan liðið vann síðast leik.

Rodrigo Bentancur byrjar sinn fyrsta deildarleik með Tottenham á þessu ári. Antonin Kinsky snýr þá aftur í markið, en hann var ekki með gegn Hoffenheim í Evrópudeildnni í vikunni.

Franski bakvörðurinn Woyo Coulibaly, sem samdi við Leicester á dögunum, er á bekknum.

Tottenham:Kinsky, Porro, Dragusin, Davies, Gray, Sarr, Bergvall, Bentancur, Son, Richarlison, Kulusevski

Leicester: Stolarczyk, Justin, Vestergaard, Faes, Kristiansen, Soumare, Winks, Cordova-Reid, El Khannouss, Ayew, Vardy

Crystal Palace tekur þá á móti Brentford á Selhurst Park. Nýi maður Palace, Romain Esse, er á bekknum og þá er Hákon Rafn Valdimarsson á bekknum hjá Brentford.

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Hughes, Lerma, Eze, Sarr, Mateta

Brentford: Flekken, Roerslev, Van Den Berg, Collins, Lewis-Potter, Janelt, Norgaard, Damsgaard, Schade, Mbeumo, Wissa
Athugasemdir
banner
banner
banner