Þýska stórveldið Bayern München er að ganga frá kaupum á U21 árs landsliðsmarkverðinum Jonas Urbig en hann kemur til félagsins frá Köln.
Urbig er 21 árs gamall og verið aðalmarkvörður Köln á þessari leiktíð.
Hann var á láni hjá Greuther Fürth á síðasta tímabili þar sem hann hélt hreinu í 11 af 33 deildarleikjum liðsins í B-deildinni.
Þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg segir að Bayern München sé nú að ganga frá kaupum á Urbig eftir að hafa haldið leynilegan fund varðandi stöðuna.
Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverð og mun markvörðurinn halda í læknisskoðun á næstu dögum.
Samkvæmt Plettenberg mun Urbig ganga í raðir félagsins í þessum mánuði og vera Manuel Neuer og Sven Ulreich til halds og trausts út tímabilið.
Urbig á að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Þýskalands.
Athugasemdir