Lecce 0 - 4 Inter
0-1 Davide Frattesi ('6)
0-2 Lautaro Martinez ('39)
0-3 Denzel Dumfries ('57)
0-4 Mehdi Taremi ('61, víti)
0-1 Davide Frattesi ('6)
0-2 Lautaro Martinez ('39)
0-3 Denzel Dumfries ('57)
0-4 Mehdi Taremi ('61, víti)
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce og lék allan leikinn í 0-4 tapi á heimavelli gegn Ítalíumeisturum Inter í dag.
Davide Frattesi og Lautaro Martínez skoruðu í fyrri hálfleik áður en Denzel Dumfries og Mehdi Taremi innsigluðu sigurinn eftir leikhlé.
Þórir Jóhann lék á miðjunni og var meðal bestu leikmanna Lecce í leiknum ásamt vinstri bakverðinum Patrick Dorgu. Þetta er þriðji byrjunarliðsleikurinn sem Þórir fær í röð í efstu deild en Lecce er í harðri fallbaráttu, með 20 stig eftir 22 umferðir.
Inter er aftur á móti í titilbaráttu með 50 stig eftir 21 leik - þremur stigum á eftir toppliði Napoli og með leik til góða.
Athugasemdir