Það fóru fjórir leikir fram í tyrkneska boltanum í dag þar sem lærisveinar José Mourinho í liði Fenerbahce komu til baka til að sigra í hörkuslag gegn Göztepe.
Göztepe var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi verðskuldað í hálfleik en Mourinho gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé. Filip Kostic og Allan Saint-Maximin komu inn fyrir Yusuf Akcicek og Dusan Tadic.
Fenerbahce tók völdin á vellinum og skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla í kjölfarið, þar sem Youssef En-Nesyri gerði tvennu og Oguz Aydin eitt. Kostic og Fred áttu stoðsendingar.
Lokatölur urðu 3-2 og er Fenerbahce áfram sex stigum á eftir toppliði Galatasaray í titilbaráttunni, með 48 stig eftir 20 umferðir. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð í tyrknesku deildinni.
Stjörnum prýtt lið Besiktas gerði þá jafntefli við Antalyaspor og situr eftir í sjötta sæti deildarinnar, heilum átta stigum frá Evrópudeildarsæti.
Ciro Immobile lagði eina mark liðsins upp fyrir Rafa Silva til að taka forystuna á 79. mínútu en heimamenn jöfnuðu og urðu lokatölur 1-1.
Alex Oxlade-Chamberlain, Milot Rashica, Arthur Masuaku, Gedson Fernandes og Felix Uduokhai voru meðal byrjunarmanna Besiktas.
Fenerbahce 3 - 2 Goztepe
0-1 Juan Santos ('25)
1-1 Youssef En-Nesyri ('46)
2-1 Youssef En-Nesyri ('53)
3-1 Oguc Aydin ('55)
3-2 N. Miroshi ('82)
Antalyaspor 1 - 1 Besiktas
0-1 Rafa Silva ('79)
1-1 E. Rakip ('85)
Rizespor 3 - 2 Adana Demirspor
Bodrumspor 0 - 1 Eyupspor
Athugasemdir