Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Sociedad hrundi á lokakaflanum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum á 70. mínútu þegar Real Sociedad tók á móti Getafe í spænska boltanum í dag.

Staðan var markalaus þegar Orra var skipt inn en fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir í tveggja marka forystu eftir mörk frá Christantus Uche og Carles Pérez.

Orri Steinn fékk skallafæri skömmu síðar en náði ekki að setja nægan kraft í boltann. Pérez setti svo þriðja mark leiksins á 85. mínútu, eftir stoðsendingu frá fyrrnefndum Uche.

Lokatölur urðu 0-3 fyrir Getafe sem er núna þremur stigum fyrir ofan fallsæti eftir að hafa krækt í sjö stig úr síðustu þremur leikjum.

Sociedad hefur ekki verið að ganga vel að undanförnu og var þetta þriðja tap liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum. Orri og félagar eru með 28 stig eftir 21 umferð - tveimur stigum fyrir neðan Evrópusæti.

Fyrr í dag hafði Rayo Vallecano þá betur gegn Girona í Evrópubaráttunni og stökk þannig yfir andstæðinga sína á stöðutöflunni.

Vallecano er að eiga flott tímabil og er með 29 stig, einu stigi frá Evrópusæti. Girona situr eftir með 28 stig, alveg eins og Sociedad.

Heimamenn í liði Vallecano voru sterkari aðilinn í dag en þeim tókst ekki að skora. Bryan Gil tók forystuna fyrir Girona á 58. mínútu leiksins en Angólumaðurinn Randy Nteka kom inn af bekknum rúmum stundarfjórðungi síðar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þriggja mínútna kafla eftir stoðsendingar frá Álvaro García.

Nteka sneri stöðunni þannig við og skóp verðskuldaðan 2-1 sigur fyrir Vallecano.

Real Sociedad 0 - 3 Getafe
0-1 Chrisantus Uche ('72 )
0-2 Carles Perez ('74 )
0-3 Carles Perez ('85 )

Rayo Vallecano 2 - 1 Girona
0-1 Bryan Gil ('58 )
1-1 Randy Nteka ('80 )
2-1 Randy Nteka ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner