Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   sun 26. janúar 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland um Marmoush: Hann verður stórkostlegur
Mynd: EPA
Omar Marmoush, leikmaður Man City, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær þegar City vann Chelsea á Etihad.

Hann átti mjög fína frumraun áður en hann var tekinn af velli þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Erling Haaland er mjög spenntur að vinna með honum.

„Maður sér að hann er með eitthvað sérstakt, það er ástæða fyrir því að Manchester City keypti hann," sagði Haaland.

„Hann komst strax í liðið og við þurfum að kynnast honum eins fljótt og hægt er, færa honum sjálfstraust, hann verður stórkostlegur fyrir okkur. Hann var stórkostlegur fyrri hluta tímabilsins hjá Frankfurt og vonandi verður hann jafn góður fyrir Man City seinni hlutann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner