Enski miðjumaðurinn Hamza Choudhury er á leið til Sheffield United á láni frá Leicester City en það er Athletic sem greinir frá þessum tíðindum.
Þessi 27 ára gaml leikmaður hefur átt í erfiðleikum með að fá spiltíma hjá Leicester á tímabilinu og aðeins komið við sögu í sex leikjum í öllum keppnum.
Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning á síðasta ári en er nú á förum.
Athletic segir hann á leið til Sheffield United á láni út tímabilið og mun B-deildarliðið eiga möguleika á að kaupa hann fyrir umsamið verð.
Þetta verður annar leikmaðurinn sem Sheffield fær frá Leicester en Tom Cannon gekk í raðir félagsins á dögunum.
Leicester vinnur hörðum höndum að því að finna leiðir til að hjálpa Ruud van Nistelrooy að fá nýja leikmenn. Feálgið heur aðeins keypt einn leikmann í þessum glugga en það fékk franska bakvörðinn Woyo Coulibaly frá Parma.
Nýliðarnir hafa tapað sjö leikjum í röð og sitja nú í næst neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir