Miðvörðurinn Renato Veiga er lentur í Tórínó þar sem hann gengst undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir lánssamning við Juventus sem gildir út tímabilið.
Veiga er feykilega efnilegur leikmaður sem fer til Juve í leit að meiri spiltíma en er í boði hjá Chelsea.
Chelesa vill þó ekki missa leikmanninn frá sér endanlega, heldur aðeins lána hann út þar sem hann getur öðlast mikilvægan spiltíma áður en hann snýr aftur til Chelsea til að berjast um sæti í byrjunarliðinu.
Veiga er 21 árs gamall og hefur komið við sögu í 18 keppnisleikjum með Chelsea á tímabilinu. Hann hóf ferilinn með varaliði Sporting CP og fór svo til Augsburg og Basel áður en Chelsea keypti hann yfir til sín.
Juventus greiðir um 5 milljónir evra til að fá Veiga að láni út leiktíðina og er launapakki leikmannsins innifalinn í þeirri upphæð.
Athugasemdir