Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert Orri fer til Sönderjyske
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tipsbladet greinir frá því að danska efstudeildarfélagið Sönderjyske sé að næla sér í varnarmanninn öfluga Róbert Orra Þorkelsson sem hefur verið án félags síðan um áramótin.

Róbert Orri lék síðast með Kongsvinger í úrslitakeppni B-deildar norska boltans en var þar áður hjá CF Montréal í MLS deildinni, þar sem hann kom við sögu í 20 deildarleikjum á tveimur árum.

Róbert er 22 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur upp öll yngri landslið Íslands frá U16 allt að U21, auk þess að eiga 4 A-landsleiki að baki.

Tipsbladet segir að Róbert Orri sé búinn að samþykkja þriggja og hálfs árs samning við Sönderjyske og eina sem sé eftir á þessum tímapunkti er læknisskoðun.

Sönderjyske er í fallbaráttu efstu deildar danska boltans með 16 stig eftir 17 umferðir. Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson eru á mála hjá félaginu.

Búist er við að skiptin verði kynnt fljótlega þar sem Róbert Orri er í æfingaferð með leikmannahópi Sönderjyske þessa dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner