Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   sun 26. janúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk gult spjald fyrir að leika máv
Mynd: Getty Images
Fólk rak upp stór augu þegar Tim Robinson, dómari í leik Brighton og Everton gaf Iliman Ndiaye, leikmanni Everton, gult spjald þegar hann fagnaði eina marki leiksins.

Ndiaye skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Hann fagnaði með því að veifa höndunum fyrir framan stuðningsmenn Brighton eins og fljúgandi fugl, eða mögulega nánar til tekið mávur en Brighton er með gælunafnið Mávarnir (e. Seagulls).

Það er útlit fyrir það að Tim Robinson, dómari leiksins, hafi tekið því þannig að hann væri að ögra stuðningsmönnum Brighton og hann fékk að launum gult spjald.

Sjáðu fagnið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner