Aston Villa 1 - 1 West Ham
1-0 Jacob Ramsey ('8)
1-1 Emerson Palmieri ('70)
1-0 Jacob Ramsey ('8)
1-1 Emerson Palmieri ('70)
Aston Villa tók á móti West Ham United í næstsíðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og tóku heimamenn forystuna snemma leiks, þegar Jacob Ramsey gerði mjög vel að prjóna sig í gegnum vörnina eftir einfalt þríhyrningsspil við Ollie Watkins og skora.
Hamrarnir voru hörmulegir á fyrstu mínútum leiksins en tóku við sér eftir að hafa lent undir og jafnaðist leikurinn mikið út.
Aston Villa hélt þó forystunni þar sem West Ham átti í erfiðleikum með að skapa sér færi en liðið var að spila flottan fótbolta. Hlutirnir breyttust svo í síðari hálfleik þegar Hamrarnir tóku að sækja stífar og byrjuðu að skapa sér sífellt hættulegri færi.
Þeir komust nálægt því að jafna áður en Emerson Palmieri setti boltann loksins í netið með skalla af stuttu færi eftir magnaða fyrirgjöf frá Edson Álvarez.
Hamrarnir héldu áfram að sækja eftir jöfnunarmarkið en tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir fínar tilraunir. Lucas Paquetá, sem átti mjög góðan leik, kom boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Lokatölur urðu 1-1 eftir mjög flotta frammistöðu hjá West Ham.
Aston Villa er áfram í áttunda sæti eftir þetta jafntefli, með 37 stig eftir 23 umferðir. West Ham er í neðri hluta deildarinnar - með 27 stig.
Athugasemdir