Fulham 0 - 1 Man Utd
0-1 Lisandro Martinez ('78)
0-1 Lisandro Martinez ('78)
Fulham tók á móti Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og voru heimamenn sterkari aðilinn.
Hvorugu liði tókst þó að skapa sér mikið af færum, en Fulham stjórnaði gangi mála stærstan hluta leiksins.
Man Utd tók forystuna óvænt í síðari hálfleik þegar varnarmaðurinn Lisandro Martínez tók skot utan vítateigs sem breytti um stefnu af Sasa Lukic og endaði í netinu. Þetta mark kom á 78. mínútu og var fyrsta marktilraun Man Utd sem rataði á rammann.
Fulham reyndi að sækja sér jöfnunarmark en tókst ekki. Toby Collyer bjargaði á marklínu áður en Rodrigo Muniz skaut yfir úr dauðafæri.
Amad Diallo hélt hann hefði innsiglað sigurinn á 95. mínútu en markið ekki dæmt gilt vegna naumrar rangstöðu. Það reyndist þó ekki nægur tími eftir fyrir Fulham til að jafna svo lokatölur urðu 0-1 fyrir Rauðu djöflana.
Þetta eru afar kærkomin stig fyrir Man Utd sem er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 23 umferðir. Fulham er með 33 stig.
Athugasemdir