Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmót kvenna: Stjarnan/Álftanes í úrslit eftir sigur á Val
Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði tvö gegn Val
Hulda Hrund Arnarsdóttir skoraði tvö gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan/Álftanes 4 - 2 Valur
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('4 )
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('42 )
1-2 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('57 )
2-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('65 )
3-2 Arna Dís Arnþórsdóttir ('77 )
4-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('82 )

Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftanes er komið í úrslit í Reykjavíkurmóti kvenna eftir að liðið vann frækinn 4-2 endurkomusigur á Val í Miðgarði í dag.

Bæði lið höfðu unnið báða leiki sína í mótinu og spiluðu því hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum.

Hulda Hrund Arnarsdóttir fyrir Stjörnuna/Álftanes snemma leiks en Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði áður en hálfleikurinn var úti.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir kom gestunum í Val í forystu á 57. mínútu en heimakonur skoruðu þrjú mörk á sautján mínútna kafla til að tryggja sigurinn.

Úlfa Dís Kreye úlfarsdóttir skoraði á 65. mínútu áður en Arna Dís Arnþórsdóttir kom liðinu í forystu. Hulda Hrund gerði síðan annað mark sitt þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Stjarnan/Álftanes mætir Víkingi R. í úrslitum en leikurinn á að fara fram á sunnudag klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner