Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sverrir Ingi fékk rautt gegn Olympiakos - Brenna á eldi í Skotlandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Raggi Óla
Síðustu Íslendingaleikjum kvöldsins er að ljúka um alla Evrópu og voru nokkrir landsliðsmenn sem komu við sögu.

Andri Lucas Guðjohnsen leiddi sóknarlínu Gent en tókst ekki að skora í markalausu jafntefli á útivelli gegn OH Leuven. Andra hefur gengið illa að skora í efstu deild í Belgíu þar sem hann er aðeins kominn með 3 mörk í 20 leikjum en er þó enn með sæti í byrjunarliðinu.

Gent er í sjöunda sæti belgísku deildarinnar með 33 stig eftir 23 umferðir, en þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð.

Sverrir Ingi Ingason var þá í byrjunarliði Panathinainkos í hatrömmum nágrannaslag gegn Olympiakos í efstu deild gríska boltans.

Topplið Olympiakos tók forystuna snemma leiks en missti svo Costinha af velli með beint rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Tíu leikmenn Olympiakos réðu ekki við Panathinaikos sem jöfnuðu metin með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Staðan hélst 1-1 til leiksloka en Sverrir Ingi fékk að líta seinna gula spjaldið sitt í uppbótartíma og var því rekinn af velli á 94. mínútu.

Sverrir er afar mikilvægur hlekkur í varnarlínu Panathinaikos, sem er í þriðja sæti grísku deildarinnar með 40 stig eftir 20 umferðir - fjórum stigum á eftir toppliði Olympiakos.

Á Ítalíu lék Kristófer Jónsson allan leikinn í hægri bakverði er Triestina gerði jafntefli við Lecco í C-deildinni, en Triestina er þar í fallbaráttu með 20 stig eftir 24 umferðir.

Það fóru einhverjir leikir fram í kvennaboltanum þar sem AGF sigraði Fortuna Hjörring í æfingaleik á meðan Emma Hawkins skoraði í sigri Damaiense í efstu deild í Portúgal.

Emma skoraði í sigri gegn Braga en hún raðaði inn mörkunum með FHL í Lengjudeildinni í fyrra. Damaiense er með 20 stig eftir 14 umferðir - níu stigum á eftir Braga sem situr í Evrópusæti.

Þá skoraði Brenna Lovera, fyrrum leikmaður Selfyssinga, eina mark Glasgow City í tapi gegn Hibernian í efstu deild í Skotlandi.

Brenna er komin með 9 mörk og 2 stoðsendingar í 14 deildarleikjum á tímabilinu.

Leuven 0 - 0 Gent

Olympiakos 1 - 1 Panathinaikos

Triestina 1 - 1 Lecco

Damaiense 2 - 1 Braga

Hibernian 3 - 1 Glasgow

Athugasemdir
banner
banner
banner