Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Fulham og Man Utd: Yoro, Mainoo og Zirkzee bekkjaðir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fulham og Manchester United eigast við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Marco Silva teflir fram sama byrjunarliði og sigraði gegn Leicester í síðustu umferð á meðan Rúben Amorim gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Brighton.

Lisandro Martínez, Alejandro Garnacho og Rasmus Höjlund koma inn í byrjunarliðið fyrir Leny Yoro, Kobbie Mainoo og Joshua Zirkzee sem setjast á bekkinn.

Man Utd þarf sigur í dag eftir hörmulegt gengi hingað til á tímabilinu, en liðið er aðeins komið með 26 stig eftir 22 umferðir.

Til samanburðar er Fulham um miðja deild með 33 stig.

Fulham: Leno, Castagne, Andersen, Bassey, Robinson, Lukic, Berge, Wilson, Smith Rowe, Iwobi, Jimenez
Varamenn: Benda, Cairney, Cuenca, Diop, King, Pereira, Reed, Muniz, Traore

Man Utd: Onana, De Ligt, Maguire, Martinez, Mazraoui, Dalot, Ugarte, Fernandes, Diallo, Garnacho, Hojlund
Varamenn: Bayindir, Casemiro, Collyer, Lindelof, Mainoo, Eriksen, Malacia, Yoro, Zirkzee
Athugasemdir
banner
banner
banner