Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 14:47
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Góð helgi hjá Haukum
Fannar Óli skoraði eina mark Hauka gegn ÍBV
Fannar Óli skoraði eina mark Hauka gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Halla Þórdís skoraði þrennu
Halla Þórdís skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karla- og kvennalið Hauka unnu góða sigra í æfingaleikjum um helgina.

Fannar Óli Friðleifsson skoraði sigurmark karlaliðsins sem vann ÍBV 1-0 á meðan kvennaliðið hafði betur gegn Keflavík, 3-2.

Halla Þórdís Svansdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Hauka í leiknum.

Karlalið Hauka hefur leik í B-deild Lengjubikarsins 14. febrúar og byrjar mótið á nágrannaslag gegn ÍH á meðan kvennalið Hauka spilar við Gróttu í B-deildinni þann 13. febrúar.

Úrslit úr æfingaleikjum:

Haukar 1 - 0 ÍBV .
Mark Hauka: Fannar Óli Friðleifsson

Keflavík 2 - 3 Haukar
Mörk Hauka: Halla Þórdís Svansdóttir 3.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner