Karla- og kvennalið Hauka unnu góða sigra í æfingaleikjum um helgina.
Fannar Óli Friðleifsson skoraði sigurmark karlaliðsins sem vann ÍBV 1-0 á meðan kvennaliðið hafði betur gegn Keflavík, 3-2.
Halla Þórdís Svansdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Hauka í leiknum.
Karlalið Hauka hefur leik í B-deild Lengjubikarsins 14. febrúar og byrjar mótið á nágrannaslag gegn ÍH á meðan kvennalið Hauka spilar við Gróttu í B-deildinni þann 13. febrúar.
Úrslit úr æfingaleikjum:
Haukar 1 - 0 ÍBV .
Mark Hauka: Fannar Óli Friðleifsson
Keflavík 2 - 3 Haukar
Mörk Hauka: Halla Þórdís Svansdóttir 3.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir