Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex orðaður við Lyngby
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson gæti verið á leið til Lyngby á næstu dögum eftir að hann fékk þau skilaboð frá FC Kaupmannahöfn að krafta hans væri ekki lengur þarfnast hjá félaginu.

   25.01.2025 18:45
FCK vill að Rúnar Alex fari í annað félag


Rúnar Alex gekk til liðs við FCK fyrir ári síðan en hefur ekki tekist að hrífa þjálfarateymi félagsins. Hann hefur aðeins spilað einn keppnisleik fyrir liðið eftir að hafa tapað baráttunni við Nathan Trott um byrjunarliðssæti.

Tipsbladet greinir frá því að markverðirnir Rúnar Alex og Theo Sander megi leita sér að nýjum félagsliðum. Rúnar er orðaður við Lyngby sem er í slæmri stöðu í fallbaráttu efstu deildar danska boltans, með 10 stig eftir 17 umferðir. Þar myndi hann berjast við Jannich Storch um sæti í byrjunarliðinu.

Þrátt fyrir að vera með marga markverði innanborðs er FCK enn í leit að nýjum markverði sem getur barist við Trott um sætið í byrjunarliðinu. Robin Olsen, varamarkvörður Aston Villa, var orðaður við FCK fyrr í janúar en hafnaði tækifærinu að snúa aftur til síns fyrrum félags.
Athugasemdir
banner
banner
banner