Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   sun 26. janúar 2025 10:45
Brynjar Ingi Erluson
West Ham opið fyrir því að senda Todibo til Juventus
Jean-Clair Todibo gæti verið á förum frá West Ham
Jean-Clair Todibo gæti verið á förum frá West Ham
Mynd: West Ham
Ítalska félagið Juventus hefur mikinn áhuga á að fá franska miðvörðinn Jean-Clair Todibo til félagsins frá West Ham fyrir gluggalok.

Todibo, sem er 25 ára gamall, kom til West Ham í sumar frá Nice og hefur spilað sautján leiki í öllum keppnum.

Varnarmaðurinn er sem stendur á meiðslalista West Ham en útlit er fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik með félaginu því Juventus er að vinna í því að fá hann áður en glugginn lokar.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að West Ham sé opið fyrir því að lána Todibo út tímabilið og þá myndi Juventus eiga möguleika á að gera skiptin varanleg í sumar.

Einnig kemur fram að Todio muni funda með Graham Potter, stjóra félagsins, til að ræða framtíðina.

Juventus virðist vera að fá portúgalska leikmanninn Renato Veiga á frá Chelsea á næstu dögum. Hann getur leyst flestar stöður í vörninni, en Juventus vill bæta við öðrum varnarmanni áður en mánuðurinn er úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner