David Moyes stýrði Everton til sigurs gegn Brighton í gær en það var annar sigur liðsins í röð undir stjórn Moyes.
Moyes var stjóri Everton frá 2002-2013 áður en hann tók við Man Utd. Hann hefur einnig stýrt Real Sociedad og Sunderland. Hann var síðast stjóri West Ham áður en hann snéri aftur til Everton fyrr í þessum mánuði.
Hann stýrði sínum 700. leik í úrvalsdeildinni í gær.
„700. leikurinn minn í úrvalsdeildinni og við mættum hingað og unnum, þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Þetta var ekki auðvelt, við erum ekki komnir á þann stað sem við þurfum að vera á," sagði Moyes.
Aðeins Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, og Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man Utd, stýrðu fleiri leikjum. Wenger stýrði 828 leikjum og Sir Alex 810 leikjum.
„Þetta er stórkostlegt. Þegar þú ert að byrja þá trúir maður því ekki að maður verði stjóri í úrvalsdeildinni en að ná 700 leikjum er ágætt afrek, ég er í skýjunum. Það eru tveir stórkostlegir stjórar á undan mér, Arsene og Sir Alex. Ég næ ekki þeimtölum, það er klárt."
Athugasemdir